100% náttúrúleg meðferð

Sýnt hefur verið fram á að náttúrulegu og virku efnin í Bláa Lóninu – jarðsjór, steinefni, kísill og þörungur – hafa jákvæð áhrif á psoriasis.

Um meðferðina

Psoriasismeðferðin í lækningalind Bláa Lónsins er einstök náttúruleg meðferð sem byggir á lækningamætti Blue Lagoon jarðsjós.

Einstakt náttúrlegt umhverfi, ferskt loft, hreint vatn og Blue Lagoon húðvörur spila einnig mikilvægt hlutverk í meðferðinni. Gestir eru hvattir til að slaka vel á og njóta þess að baða sig í hlýjum jarðsjónum og stuðla þannig að auknu jafnvægi líkama og sálar.

Nauðsynlegt er að fá tilvísun frá lækni til að komast í meðferð hjá Bláa Lóninu. Húðlæknar á höfuðborgarsvæðinu og heimilislæknar utan þess geta vísað í meðferð.

Lesa Meira

 

Árangur af meðferð

Meðferðin í lækningalind Bláa Lónsins hefur reynst árangursrík fyrir fjölmarga einstaklinga sem þjást af psoriasis. Hér að neðan má sjá ótrúlegan árangur eftir aðeins 3-4 vikna meðferð.