Betri stofa Bláa Lónsins

Griðarstaður þeirra sem kjósa næði, rósemd og dekur á heimsmælikvarða.

Lúxus og dekur

Betri stofa Bláa Lónsins er fyrir þá sem kjósa næði, rósemd og dekur á heimsmælikvarða. Á svæðinu eru sex einkabúningsklefar sem rúma hámark tvo gesti hver, svo að aðgengi er afar takmarkað.

Í Betri stofunni hafa gestir aðgang að setustofu með arni. Léttar veitingar, kaffi og te eru í boði í setustofu en einnig er tilvalið að panta sér veitingar frá LAVA og njóta í setustofunni.

Úr setustofu er aðgangur í sérstakt innilón og þaðan opnast hurð út í Bláa Lónið sjálft. Á efri hæð svæðisins eru svalir með stólum og borðum. Þaðan er stórkostlegt útsýni yfir lónið og náttúruna í kring.

Sloppur, handklæði og inniskór fylgja með aðgangi að Betri stofunni, auk þess sem sérstakur einkaþjónn er til taks á öllum stundum.

Athugið að nauðsynlegt er að bóka Betri stofuna með fyrirvara.

Aldurstakmark

Lágmarksaldur þeirra sem geta notið Betri stofunnar er 16 ára (Undanþágur eru veittar þegar öll Betri stofan er bókuð fyrir sérhóp).

Bókanir og fyrirspurnir

- Sendu okkur tölvupóst á netfangið sales@bluelagoon.is
- Hringdu í okkur í síma 420 8800

Verð 2014

Aðgangur að búningsklefa (3 klst.) 45.000 kr.
- Viðbótarklukkustund 12.000 kr.

Athugið að hver búningsklefi rúmar tvo gesti.  

Það sem fæst með Betri stofunni:

  • Næði - Aðeins sex búningsklefar sem hver tekur 1-2 gesti. Hámark 12 manns komast að hverju sinni.
  • Þægindi - Afnot af baðslopp, handklæði og inniskóm fylgja með aðgangi.
  • Lúxus - Aðstaðan í setustofunni er frábær, andrúmsloftið er afslappandi og það er fátt betra en að slaka á við arineldinn. Innandyra er einkalón, aðeins fyrir gesti Betri stofunnar.
  • Þjónusta - Gestir Betri stofunnar njóta liðsinnis einkaþjóns sem hefur það eina hlutverk að sjá til þess að gestir hafi allt sem þeir þurfa. Léttar veitingar eru ávallt í boði, en gestir geta einnig pantað og fengið sendar veitingar frá LAVA í Betri stofuna.
  • Húðvörur - Innifalið með Betri Stofu er sérstakt gjafasett sem inniheldur átta af vinsælustu vörunum í húðvörulínu Bláa Lónsins.

 

I recommend the exclusive lounge for privacy and greater comfort.
- Gestur frá Betri stofunni
Skoðið ummæli um Betri stofuna á Trip Advisor

Lúxus fyrir pör

Betri stofan hefur notið mikilla vinsælda hjá pörum sem vilja halda upp á áfanga í sínu sambandi, til dæmis brúðkaupsafmæli. Betri stofan hefur einnig verið vettvangur nokkra eftirminnilegra bónorða.

Starfsfólk Bláa Lónsins er að sjálfsögðu reiðubúið að gera slíkar stundir sem eftirminnilegastar og við erum vön því að takast á við óvenjulegar beiðnir. Ef þú hefur hug á að gera eitthvað sérstakt, segðu okkur frá því og við munum hjálpa þér að láta óskirnar verða að veruleika. 

Hópar og vinnustaðir

Betri stofan hentar mjög vel fyrir smærri hópa (færri en 12 manns) og hefur hún til að mynda notið vinsælda á meðal fyrirtækja sem hafa setið fundi í Bláa Lóninu fyrr um daginn. Þá er uppálagt að ljúka árangursríkum degi með dekri í Betri stofunni. Hægt er að bóka Betri stofuna til einkanota.