Gisting í Bláa Lóninu

Lækningalind Bláa Lónsins er umvafin einstakri náttúrufegurð og býður upp á gistingu í 35 glæsilegum herbergjum.

Um hótelið og bókanir


Lækningalindin er staðsett í einungis 10 mínútna göngufjarlægð frá Bláa Lóninu. Umgjörð Lækningalindarinnar er án hliðstæðu, stórbrotin náttúra, orka og kyrrð. Tilvalinn staður fyrir þá sem kjósa slökun í öðruvísi umhverfi.

Lækningalindin býður upp á 35 björt og rúmgóð Deluxe herbergi. Aðbúnaður er allur hinn glæsilegasti. Í hverju þeirra er sérbaðherbergi með sturtu og verönd sem veit út að ósnortinni náttúru og mosavöxnu hrauni. 

Gestir Lækningalindarinnar hafa aðgang að sérlóni sem er opið frá 9:00 til 22:00 alla daga.

 

Herbergin eru nýtískulega búin. Á meðal þess sem gestir hafa aðgang að er sjónvarp í herbergjum, þráðlaust net, hárblásari, baðsloppar, handklæði, ísskápur, líkamsræktaraðstaða og aðgangur að sérlóni.

Innifalið

  • Morgunverður
  • Aðgangur í lónið í lækningalind
  • Frír Premium aðgangur í Bláa Lónið

 

Bóka Herbergi