Gisting í
Bláa Lóninu

Lækningalind Bláa Lónsins er umvafin einstakri náttúrufegurð og býður upp á gistingu í 35 glæsilegum herbergjum.

Vistarverur


Lækningalindin er staðsett í einungis 10 mínútna göngufjarlægð frá Bláa Lóninu. Umgjörð Lækningalindarinnar er án hliðstæðu, stórbrotin náttúra, orka og kyrrð. Tilvalinn staður fyrir þá sem kjósa slökun í öðruvísi umhverfi.

Lækningalindin býður upp á 35 björt og rúmgóð herbergi. Í hverju þeirra er sérbaðherbergi með sturtu og verönd sem veit út að ósnortinni náttúru og mosavöxnu hrauni.

Gestir Lækningalindarinnar hafa aðgang að sérlóni sem er opið frá 9:00 til 22:00 alla daga.

Hægt er að velja á milli tveggja herbergjategunda, Standard eða Deluxe. Deluxe herbergin eru staðsett í nýjum álfum Lækningalindarinnar sem opnuðu haustið 2015. Aðbúnaður er allur hinn glæsilegasti. 

Á meðal þess sem gestir hafa aðgang að er sjónvarp í herbergjum, þráðlaust net, hárblásari, baðsloppar, handklæði, ísskápur og aðgangur að sérlóni. Enn fremur er sameiginleg líkamsræktaraðstaða á staðnum.

 


Herbergin eru nýtískulega búin. Á meðal þess sem gestir hafa aðgang að er sjónvarp í herbergjum, þráðlaust net, hárblásari, baðsloppar, handklæði, ísskápur, líkamsræktaraðstaða og aðgangur að sérlóni.

Verðskrá

 
Standard Single
Standard Double
Deluxe Single
Deluxe Double
1. jan - 31. mar 2015 28.500 kr. 34.500 kr. --- ---
1. apr - 31. maí 2015 34.500 kr. 40.500 kr. --- ---
1. jún - 31. agú 2015 37.500 kr. 45.000 kr. --- ---
1. sep - 30. sep 2015 33.400 kr. 39.200 kr. 42.300 kr. 47.000 kr.
1. okt - 19. des 2015 30.500 kr. 37.000 kr. 40.000 kr. 44.000 kr.
20. des - 31. des 2015 36.300 kr. 43.500 kr. 47.000 kr. 52.500 kr.

Athugið að verð getur breyst án fyrirvara.

Innifalið
  • Morgunverður
  • Aðgangur í lónið í lækningalind
  • Frír aðgangur í Bláa Lónið eftir kl. 17:00


 

Bókanir og fyrirspurnir

- Sendið okkur tölvupóst á netfangið reservations@bluelagoon.is