Dekur undir berum himni

Nudd í Bláa Lóninu er sannarlega einstök upplifun. Gestir eru nuddaðir utandyra á dýnu sem flýtur í jarðsjónum. Sérstakar ábreiður eru notaðar til að halda þægilegum hita á líkamanum meðan á meðferð stendur.

Slökunarnudd

Einstakt slökunarnudd þar sem notuð er Blue Lagoon nuddolía sem inniheldur virk efni Bláa Lónsins og valdar ilmkjarnaolíur. Sannkallað dekur fyrir líkama og sál. 
 

Tími: 30 mín  |  Verð: 9.000 kr.
Tími: 60 mín  |  Verð: 14.300 kr.

 

Lesa meira

 

Kísilnudd

Frískandi og endurnærandi nudd sem dregur úr streitu og bólgum í herðum og baki. Bakið er skrúbbað með Blue Lagoon kísil og síðan nuddað með Blue Lagoon nuddolíu sem nærir og mýkir húðina. Kísilnuddið hentar öllum húðgerðum en einnig óhreinni húð og veitir aukinn ljóma og heilbrigði.

Tími: 30 mín  |  Verð: 10.500 kr
Tími: 60 mín  |  Verð: 16.500 kr
 

Lesa meira

 

Orkugefandi fótameðferð

Njóttu þess að slaka á í volgum jarðsjónum í þessari einstöku meðferð fyrir fætur og fótleggi. Meðferðin er örvandi og afeitrandi og dregur úr bjúg í fótleggjum. Veitir vellíðan og orku, auk þess að  mýkja og stinna húð.
 

Tími: 60 mín  |  Verð: 16.500 kr.
 

Lesa meira

 

 

Saltskrúbb

Endurnærandi og hreinsandi meðferð fyrir allan líkamann. Húðin er skrúbbuð með einstakri blöndu af Blue Lagoon söltum og olíum sem eykur blóðflæðið og gefur húðinni aukinn ljóma og fallegt yfirbragð.
 

Tími: 30 mín  |  Verð: 10.200 kr.
 

Lesa meira

 

 

Kísil- og saltskrúbb ásamt nuddi

Endurnærandi og hreinsandi meðferð fyrir allan líkamann. Húðin er skrúbbuð með kísil og einstakri blöndu af Blue Lagoon söltum og olíum sem eykur blóðflæðið og gefur húðinni aukkin ljóma og fallegt yfirbragð.
 

Tími: 40 mín  |  Verð: 12.000 kr.
Tími: 60 mín  |  Verð: 18.800 kr.
Tími: 90 mín  |  Verð: 23.300 kr.
 

Lesa meira

 

 

Nærandi og slakandi þörungameðferð

Meðferð sem hreinsar og nærir húðina. Hún hefst á saltskrúbbi þar sem húðin er nudduð með einstakri blöndu af Blue Lagoon söltum og olíum. Eftir það eru líkaminn vafinn í nærandi þörungavafning á meðan hársvörður og andlit er nuddað. Meðferðin endar með 50 mínútna heilnuddi á dýnu ofan í lóninu.
 

Tími: 110 mín  |  Verð: 28.500 kr.
(Aðeins í boði frá 1. mars til 1. nóvember)
 

Lesa Meira

 

 

Orkugefandi og styrkjandi kísilmeðferð

Meðferð sem slípar og styrkir húðina. Hún hefst á saltskrúbbi þar sem húðin er nudduð með einstakri blöndu af Blue Lagoon söltum og olíum. Eftir það er líkaminn vafinn í styrkjandi kísilvafning á meðan hársvörður og andlit er nuddað. Meðferðin endar með 50 mínútna heilnuddi á dýnu ofan í lóninu.

Tími: 110 mín  |  Verð: 28.500 kr.
(Aðeins í boði frá 1. mars til 1. nóvember)

Lesa Meira

 

 

Meðgöngunudd

Slakandi nudd fyrir verðandi mæður sem fer fram á dýnu ofan í lóninu. Áhersla er lögð á að vinna á álagspunktum og að draga úr algengum einkennum meðgöngu s.s. þreytu, bakverkjum og bólgnum fótum. Í meðgöngunuddi er notuð Blue Lagoon nuddolía sem veitir verðandi móður einstaka vellíðan.
 

Tími: 60 mín  |  Verð: 14.300 kr.
 

Lesa Meira

 

 

Dekurnudd fyrir börn (6-11 ára)

Slakandi og róandi nudd. Barninu er komið þægilega fyrir á dýnu ofan í lóninu. Nuddað er létt með Blue Lagoon nuddolíu og endað á slökun á dýnunni.
 

Tími: 20 mín  |  Verð: 5.300 kr.
 

Lesa Meira

 

 

Bókanir og fyrirspurnir

- Sendið okkur tölvupóst á netfangið: treatments@bluelagoon.com
- Hringið í okkur í síma 420 8821

Hafið í huga...

  • Ráðlagt er að panta tíma með góðum fyrirvara.
  • Gott er að mæta á staðinn 1 klst. áður en meðferð á að hefjast.
  • Afbókanir verða að berast með að lágmarki sólarhringsfyrirvara.
  • Allar meðferðir fara fram ofan í Bláa Lóninu. Aðgangur í Bláa Lónið er ekki innifalinn í verðinu.