Blue Lagoon Verslanir

Bláa Lónið rekur þrjár Blue Lagoon verslanir; í Bláa lóninu, að Laugavegi 15 og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í verslununum fást allar húðvörur sem framleiddar eru af þróunarsetri Bláa Lónsins, sem og ýmsar gjafavörur. Þá fást Blue Lagoon vörur einnig í Hreyfingu og Blue Lagoon Spa.

Sterka tenging við náttúrulegt umhverfi lónsins einkennir hönnun Bláa Lóns verslananna. Veggur úr íslensku hrauni er áberandi og hvítir og bláir litir tákna hreinleika íslenskrar náttúru. Í versluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er gegnsær veggur með rennandi vatni sem minnir á lónið.

Í fallegu umhverfi verslananna er gott að taka sér tíma og kynna sér vörurnar og aðra starfsemi fyrirtækisins. Blue Lagoon húðvörunum er stillt upp samkvæmt þriggja skrefa orkuprógrammi, sem felst í því að hreinsa, auka orku og næra húðina.

 

Opnunartími verslana

Verslun
Opnunartími
Sími
Bláa Lónið Sami opnunartími og í Bláa Lóninu 420 8819
Laugavegur 15 Mán-fös: 10:00 – 18:00
Lau: 10:00 – 16:00
Sun: 13:00 – 17:00
420 8849
Leifsstöð Daglega frá 5:30 – 16:30 420 8859
Hreyfing & Blue Lagoon Spa Mán-fös: 11:00 – 20:00
Lau: 10:00 – 17:00
Sun: Lokað
414 4004