Aðgengi fyrir fatlaða


Á hverju ári tekur Bláa Lónið á móti hundruðum gesta með sérþarfir vegna fötlunar og/eða líkamlegra kvilla. Starfsfólk Bláa Lónsins er ávallt reiðubúið að aðstoða þá sem þurfa á sérstakri hjálp að halda.

Aðgengi fyrir hjólastóla er með besta móti. Aðalbyggingin og aðkoman að henni henta vel fyrir hjólastóla. Dyr eru stórar og sumar hverjar rafdrifnar. Búningsklefar, sérhannaðir fyrir gesti í hjólastólum, eru til staðar sem og stærri búningsherbergi sem henta vel fyrir þá sem hafa með sér aðstoðarfólk.

Við vekjum athygli á því að aðgangur fyrir aðstoðarfólk fatlaðra er án endurgjalds.

Ef frekari spurningar vakna um aðgengi fatlaðra er velkomið að hafa samband.