Kort í Bláa Lónið

Bláa Lóns kort gera þér kleift að njóta lónsins með fjölskyldunni á hagkvæmum kjörum. Kortin eru send heim að dyrum þér að kostnaðarlausu. Hægt er að kaupa kort í vefverslun Bláa Lónsins.

Tvær tegundir korta eru í boði:

Vetrarkort

Vetrarkort veitir aðgang í Bláa Lónið frá 1. október til 1. maí, í eitt ár frá útgáfu.

  • Vetrarkort einstaklings gildir fyrir 1 fullorðinn og 2 börn undir 16 ára í fylgd með forráðamanni.
  • Vetrarkort fjölskyldu gildir fyrir 2 fullorðna og 4 börn undir 16 ára í fylgd með forráðamönnum.


Árskort

Árskort veitir aðgang í Bláa Lónið allt árið um kring, í eitt ár frá útgáfudegi.

  • Einstaklingsárskort gildir fyrir 1 fullorðinn og 2 börn undir 16 ára í fylgd með forráðamanni.
  • Fjölskylduárskort gildir fyrir 2 fullorðna og 4 börn undir 16 ára í fylgd með forráðamönnum.

 

Upplýsingar

Korthafar skulu framvísa persónuskilríkjum í móttöku. Ekki er æskilegt að hver fullorðinn einstaklingur fari með fleiri en tvö börn 8 ára og yngri í Bláa Lónið. Öll börn 8 ára og yngri verða að vera með armkúta ofan í lóninu.

Frítt er fyrir börn 13 ára og yngri í Bláa Lónið í fylgd með forráðamönnum.