Betri stofa Bláa Lónsins

Griðarstaður þeirra sem kjósa næði, rósemd og dekur á heimsmælikvarða.

Lúxus og dekur


Betri stofa Bláa Lónsins er fyrir þá sem kjósa næði, ró og vellíðan. Á svæðinu eru sex einkabúningsklefar sem rúma hámark tvo gesti hver. Hægt er að dvelja í Betri stofunni í þrjár klukkustundir í senn.

Í Betri stofunni er falleg setustofa með arni. Léttar veitingar, kaffi og te eru á boðstólum – einnig er tilvalið að panta veitingar frá LAVA og njóta í setustofunni.

Á efri hæð svæðisins eru svalir með stólum og borðum. Þaðan er stórkostlegt útsýni yfir lónið og náttúruna í kring. Frá setustofu er aðgangur að sérstöku innilóni og þaðan opnast svo dyr út í Bláa Lónið.

Sloppur, handklæði og inniskór fylgja aðgangi að Betri stofunni, auk þess sem starfsfólk er ávallt til taks.

Athugið að nauðsynlegt er að bóka Betri stofuna með fyrirvara.

Aldurstakmark

Lágmarksaldur í Betri stofunni er 14 ára (undanþágur eru mögulegar þegar öll Betri stofan er bókuð fyrir sérhóp).

Verð og bókanir

Betri Stofan er í boði með Luxury Experience aðgangspakkanum.

> Sjá nánar

Kostir Betri stofunnar:

  • Næði – Aðeins sex búningsklefar, sem hver tekur 1-2 gesti. Hámark 12 manns hverju sinni.
  • Þægindi – Afnot af baðslopp, handklæði og inniskóm.
  • Lúxus – Framúrskarandi aðstaða, rólegt andrúmsloft og notalegur arineldur. Innandyra er einkalón, aðeins fyrir gesti Betri stofunnar.
  • Þjónusta – Starfsmaður er alltaf til staðar og helgar krafta sína gestum Betri stofunnar einvörðungu. Léttar veitingar eru í boði, einnig má panta ljúffengar veitingar frá LAVA.
  • Húðvörur – Aðgangi að Betri stofunni fylgir gjafasett með átta vinsælustu húðvörum Bláa Lónsins.

 

I recommend the exclusive lounge for privacy and greater comfort.
- Gestur frá Betri stofunni
Skoðið ummæli um Betri stofuna á Trip Advisor

Lúxus fyrir pör

Betri stofan hefur notið mikilla vinsælda hjá pörum sem vilja ramma inn tiltekna áfanga, s.s. bónorð eða brúðkaupsafmæli.

Starfsfólk Bláa Lónsins er reiðubúið að gera slíkar stundir sem eftirminnilegastar og er þaulvant óvenjulegum beiðnum. Ef þú hefur hug á að gera eitthvað sérstakt, segðu okkur frá því og við munum aðstoða þig. 

Hópar og vinnustaðir

Betri stofan hentar mjög vel fyrir smærri hópa og hefur t.a.m. notið vinsælda meðal fyrirtækja sem hafa nýtt sér fundaraðstöðu Bláa Lónsins. Þá er árangursríkum degi slúttað með slökun í Betri stofunni. Bóka má Betri stofuna til einkanota fyrir allt að 12 manns.