Gjafakort

Gjafakort Bláa Lónsins, Hreyfingar & Hreyfing Spa er góð gjöf. Fjölbreytt þjónusta og vörur í boði. Hægt er að fá gjafakort sem samsvarar ákveðinni upphæð eða tiltekinni þjónustu, eða samsett eftir séróskum.

Gjafakortið má kaupa á netinu í gegnum örugga greiðslugátt og fá sent heim. Kortinu er pakkað í fallega öskju, áætlaður afgreiðslutími er 3-4 dagar.

Gjafakort Bláa Lónsins má nota sem greiðslu eða inneign fyrir allar vörur og þjónustu Bláa Lónsins og Hreyfingar, til dæmis:

  • Aðgang í Bláa Lónið eða Retreat Spa, nudd og meðferðir
  • Líkamsrækt og/eða einkaþjálfun í Hreyfingu
  • Spa- og snyrtimeðferðir í Hreyfing Spa
  • Veitingar í Bláa Lóninu og Hreyfingu
  • Gistingu í Silica Hotel og Retreat
  • Blue Lagoon húðvörur og aðrar vörur í verslun Blue Lagoon Iceland

 

Athugið að listinn er ekki tæmandi.

Gleddu þína nánustu með gjöf sem eflir heilbrigði og vellíðan.


Hvernig kaupi ég gjafakort?

Hægt er að ganga frá kaupum á gjafakorti í vefverslun Bláa Lónsins.