Nudd undir berum himni

Nudd í Bláa Lóninu er sannarlega einstök upplifun. Gestir eru nuddaðir utandyra á dýnu sem flýtur í jarðsjónum. Sérstakar ábreiður eru notaðar til að halda þægilegum hita á líkamanum meðan á meðferð stendur. Aðgangur í Bláa Lónið er ekki innifalinn með nuddi.

Slökunarnudd

+ val um sérmeðferðir

Slökunarnudd þar sem þú flýtur í vatninu undir berum himni. Hægt er að bæta við ýmsum sérmeðferðum.

- frá 30 mínútum
- frá 17.400 kr.

SENDA FYRIRSPURN

Endurnærandi líkamsmeðferð

Heilnudd, skrúbbur og vafningur.

Tveggja klukkustunda dekur fyrir allan líkamann. Unaðsleg meðferð sem veitir líkamanum orku og næringu.

- Tími: 2 klst
- Verð: 48.900 kr.

SENDA FYRIRSPURN