Upplifðu leyndardóma
Bláa Lónsins

Upplifðu leyndardóma Bláa Lónsins í skemmtilegri og áhugaverðri fræðslu- og upplifunarferð. Aðeins í boði fyrir hópa.

Heillandi saga
Bláa Lónsins

Saga Bláa Lónsins er í senn fróðleg og skemmtileg. Frábærir leikarar og leiðsögumenn segja þessa sögu á heillandi hátt í fræðslu- og upplifunarferðinni. Gestir eru leiddir í gegnum híbýli Bláa Lónsins og næsta nágrenni á 40 mínútum. Þetta er skoðunarferð sem hentar öllum, ungum sem öldnum.

Blue Lagoon Crazy Lab

Einn hluti af fræðslu- og upplifunarferðinni er að kynnast virkum efnum Bláa Lónsins í návígi. Um er að ræða færanlegt vísindasetur sem gengur undir nafninu 'Crazy Lab'.

 

Nánari upplýsingar


Kynntu þér leyndardóma Bláa Lónsins í skemmtilegri fræðslu- og upplifunarferð þar sem náttúruundrið er útskýrt.

Sérfróðir leikarar fræða þig um söguna, náttúruna og vísindin – allt sem gerir Bláa Lónið einstakt í sinni röð. Fræðslan fer fram bæði innan- og utandyra og tekur um 40 mínútur.

Í hrjúfu og fallegu umhverfi Reykjanesskagans verður þér meðal annars sagt frá:

  • Eldgosinu sem myndaði umhverfið fyrir nær 800 árum síðan
  • Hvernig lónið myndaðist
  • Náttúrulegum leyndardómum jarðsjávarins
  • Hlutverki álfa og af hverju við þurfum að halda þeim góðum!

 

 

Innifalið

  • Smakk frá LAVA, veitingastað Bláa Lónsins
  • Bláa Lóns kokteill frá LAVA Bar


Verð

2.000 kr. á mann.

Bókanir og fyrirspurnir

Fræðsluferðin er einungis í boði fyrir 11 manns eða fleiri. Hægt er að setja upp ferðina hvenær sem er á opnunartíma Bláa Lónsins. Hafið samband við okkur á netfangið contact@bluelagoon.is eða í síma 420 8800.