Frábær aðstaða
og skapandi umhverfi

Bláa Lónið er frábær vettvangur fyrir hverskyns fundi, ráðstefnur og viðburði. Heillandi umhverfi veitir innblástur til góðra verka.

Bláa Lónið er heillandi kostur


Fallegt umhverfi Bláa Lónsins er glæsileg umgjörð fyrir margs konar viðburði. Fáir staðir geta boðið allt í senn - góða aðstöðu, fyrsta flokks veitingar og afþreyinguna sem felst í sjálfum baðstaðnum. Það hefur gefist afar vel fyrir hópa og vinnustaði að ljúka árangursríkum degi með endurnærandi og slakandi upplifun í Bláa Lóninu.


Starfsfólk Bláa Lónsins hefur mikla reynslu við að skipuleggja viðburði af öllum stærðum og gerðum. Í boði eru salir og herbergi af ýmsum stærðum og gerðum, allt frá litlum fundarherbergjum (8-12 manns) til veitingasalar LAVA sem getur tekið á móti allt að 1.000 manns.

 

 

Salir og Herbergi

Í Bláa Lóninu gefst tækifæri til að að sameina fundi eða viðburði annarsvegar og slökun hins vegar. Þessi blanda hefur gefið góða raun og veitir gestum aukna ánægju. Salir og herbergi Bláa Lónsins henta fyrir ólíka hópa, allt frá fámennum fundum yfir í mannfögnuði þar sem gestir telja hundruðum.

Lesa Meira