Fundaraðstaða í Bláa Lóninu


Bláa Lónið er hentugur fundarstaður fyrir margar sakir. Einstakt umhverfið veitir innblástur og það hefur reynst fundargestum afar vel að geta slakað á í sjálfu lóninu eftir árángursríkan dag. Bláa Lónið býður veitingar frá LAVA Restaurant sé þess óskað, auk þess sem kaffi/te og létt hressing er að sjálfsögðu í boði.

Fundarherbergi Bláa Lónsins

Fundarsalurinn í Bláa Lóninu er staðsettur á annarri hæð og veitir fundargestum einstakt útsýni yfir lónið og fallegt umhverfið. Í salnum er hægt að koma á fundi fyrir allt að 80 sitjandi þátttakendum. Salurinn er búinn sérhönnuðum fundahúsgögnum og fullkomnum tækjabúnaði til að mæta kröfum nútímans. Tölvutenging er fyrir hendi í salnum auk sýningartjalds, fletti- og tússtöflu og ræðupúlts.

Verð:
Hálfur dagur: 35.000 kr. 
Heill dagur: 70.000 kr.

Fundarherbergi Bláa Lónsins

Fundir og slökun

Að sameina fundi og slökun er lykill að góðum árangri. Eftir árangursríkan fundardag er tilvalið að gefa sér tíma til þess að slaka á í lóninu og jafnvel bjóða fundargestum upp á nudd sem fer fram ofan í hlýju lóninu. Kraftmikið umhverfið hreinsar hugann og nýjar og ferskar hugmyndir ná að streyma fram á ný.

 

LAVA

Á LAVA veitingastaðnum í Bláa Lóninu er tilvalið fyrir fundarhópa að snæða saman hádegisverð eða kvöldverð að fundi loknum. Í boði er spennandi hópamatseðill sem auðveldar skipuleggjendum funda að velja matseðil við hæfi.

 

Þarftu frekari upplýsingar?

  • Sendu okkur tölvupóst á netfangið contact@bluelagoon.is
  • Hringdu í okkur í síma 420-8800