Ógleymanleg veisla í dulúðlegu umhverfi


LAVA veitingastaðurinn er byggður inn í hraunið sem umlykur Bláa Lónið. Einn veggur staðarins er náttúrulegur steinveggur en hinir eru háir glerveggir með útsýni yfir Bláa Lónið. Veitingastaðnum fylgja fjölmargir möguleikar. Veitingastaðurinn tekur yfir 300 manns í sitjandi borðhald og yfir 600 manns í standandi veislu.
Lava Restaurant Receptions
Veitingasalinn á LAVA er hægt að setja upp og skreyta á ýmsa vegu. Staðurinn hefur verið notaður fyrir veislur og mannfögnuði af ýmsu tagi þar sem þemað hefur verið breytilegt.

Þú skapar stemninguna

Glæsilegur veislusalur LAVA býður uppá frábæra möguleika til að skapa réttu stemminguna fyrir veisluna. Salurinn er öllum tækjum búinn og býður upp á fjölbreytilega lýsingu. Einnig má skipta salnum niður í tvo eða þrjá hluta allt eftir gestafjölda. Þykkar gardínur, rauður dregill og tveir stórir skjávarpar eru í salnum sem býður uppá ýmsa möguleika með myndir og myndbönd.

Þegar öllu er á botninn hvolft eru það þó þínar óskir og þarfir sem ráða. Hafðu samband og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma á móts við þær.