Viðburðir í Bláa Lóninu

Ævintýralegt umhverfi og húsakynni Bláa Lónsins getur skapað ógleymanlega viðburði. Starfsfólk Bláa Lónsins hefur mikla reynslu við að skipuleggja ótal viðburði, til dæmis veislur, tónleika, móttökur, árshátíðir, brúðkaup og fleira.

Ævintýralega skreyttur salur LAVA í boði félags matreiðslumeistara er kjörin staður til að halda þína árshátíð. Boðið er uppá úrvals veisluþjónustu. Þú getur skapað stemninguna eða leyft okkur að skapa hana með einkennandi þema fyrir þitt fyrirtæki.

Hér að neðan gefur að líta nokkur dæmi um nokkra af þeim fjölmörgu viðburðum sem Bláa Lónið hefur staðið að á síðustu árum.

 

 

Tónleikar

Umhverfi Bláa Lónsins hefur skapað ógleymanlega viðburði af öllu tagi, til dæmis hið svokallaða 'Blue Lagoon Chill' sem orðið er ómissandi hluti af Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni.

 

Jónsmessuganga

Bláa Lónið er ávallt opið fram yfir miðnætti á Jónsmessunótt, samhliða hinni árlegu Jónsmessugöngu á fjallið Þorbjörn í nágrenni Bláa Lónsins. Þá geta gestir baðað sig undir miðnætursólinni.

 

Brúðkaup

Ef það er brúðkaup í vændum þá er LAVA rómantísk og góð staðsetning fyrir þitt brúðkaup. Við bjóðum þér upp á fallegt umhverfi í Bláa Lóninu þar sm hraunið teygir sig inn í veisluna og skapar skemmtilega stemningu. Við getum uppfyllt þína ósk um skreytingar eða þemað. Þú yrðir svo auðvitað í höndum fagaðila þar sem gæði og góð þjónusta er hafð fyrir stafni.

 

Transaquania

Samstarf ID og Bláa lónsins var metnaðarfullt verkefni þar sem íslenski dansflokkurinn sýndi verkið Transaquania. Fyrri hluti verksins fór fram á yfirborði lónsins þar sem gestir fylgdust með ofan í lóninu en seinni hluti verksins fór fram í glæsilegum sal LAVA.

 

The Bachelorette

Bláa Lónið var fyrirferðamikið í tvöföldum þætti bandaríska raunveruleikaþáttarins The Bachelorette.

 

Þarftu frekari upplýsingar?

- Sendu okkur tölvupóst á netfangið contact@bluelagoon.is
- Hringdu í okkur í síma 420 8800