Árangursrík meðferð
í náttúrulegu umhverfi

Psoriasismeðferð Bláa Lónsins er einstök meðferð sem byggir á böðun í Blue Lagoon jarðsjó. Meðferðin er náttúruleg, án aukaverkana og hefur skilað framúrskarandi árangri.

Psoriasis Meðferð


Blue Lagoon jarðsjórinn inniheldur virk efni á borð við kísil, þörunga og steinefni, sem leggja grunninn að þeim lækningamætti sem hann býr yfir. Rannsóknir hafa sýnt fram á að jarðsjórinn hefur mikil og jákvæð áhrif á þá sem þjást af ýmsum húðsjúkdómum á borð við Psoriasis.


Einstakt náttúrlegt umhverfi, ferskt loft, hreint vatn og Blue Lagoon húðvörur spila einnig mikilvægt hlutverk í meðferðinni. Gestir eru hvattir til að slaka vel á og njóta þess að baða sig í hlýjum jarðsjónum og stuðla þannig að auknu jafnvægi líkama og sálar.

Lesa Meira

 

Árangur af meðferð

Meðferðin í Bláa Lóninu hefur reynst árangursrík fyrir fjölmarga einstaklinga sem þjást af psoriasis. Hér að neðan má sjá ótrúlegan árangur eftir aðeins 3-4 vikna meðferð.