Psoriasis meðferð í lækningalind


Psoriasis meðferð Bláa Lónsins er einstök náttúrleg meðferð sem byggir fyrst og fremst á böðun í jarðsjó sem þekktur er fyrir lækningamátt og virk efni: steinefni, kísil og þörunga. Fallegt  náttúrlegt umhverfi, ferskt loft, hreint vatn og Blue Lagoon húðvörur eru einnig mikilvægir þættir meðferðarinnar. 

Viðurkenndur meðferðarvalkostur

Psoriasis meðferð Bláa Lónsins er viðurkenndur meðferðarvalkostur hjá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum og hefur meðferðin verið veitt um árabil.

Sjúkratryggingar Íslands og Bláa Lónið hf. hafa gert með sér samning sem felur í sér að Bláa Lónið veitir íslenskum psoriasissjúklingum meðferð þeim að kostnaðarlausu og án opinberrar greiðsluþátttöku.

Psoriasis meðferð Bláa Lónsins felst ekki eingöngu í böðun í Bláa Lóninu heldur líka yfirleitt NB-UVB ljósameðferð ásamt notkun á kísil og húðkremum. Þessir þættir meðferðarinnar eru sjúkratryggðum á Íslandi einnig að kostnaðarlausu.

Húðlæknir hefur yfirumsjón með meðferðinni og metur ásamt hjúkrunarfræðingi hvaða þættir meðferðarinnar henta  hverjum og einum og lengd meðferðar.

  • Útfyllt beiðni frá húðlækni er skilyrði til að fá aðgang að meðferð
  • Meðferð miðast að jafnaði við 12 skipti og framhald metið í samráði við hjúkrunarfræðing eða lækni
  • Beiðni gildir í 6 mánuði 
  • Bóka þarf tíma í meðferð. Hafðu samband í síma 420-8900 eða sendu tölvupóst á medferdir@bluelagoon.is.
  • Meðferðargestur hefur að hámarki 60 mínútur ofan í lóni
  • Hafa má með sér einn gest 16 ára eða eldri og borgar sá fullt gjald eða nýtir árs- eða vetrarkort
  • Meðferðargestir fá 40% afslátt af meðferðarvörum Bláa Lónsins meðan á meðferð stendur
  • Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði á kortakaupum í Bláa Lónið

 

Opnunartími og gestir

Opnunartími göngudeildarinnar er frá kl. 9:00 – 20:00  mánudaga og miðvikudaga og 9:00 – 14:00 þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga. Athugið að lokað er um helgar. 

Meðferðargestir geta keypt árs- og/eða vetrarkort nýtt þá fyrir gesti sína.  Gestir geta einnig keypt árs- og/eða vetrarkort og nýtt þau þegar sjúklingi er fylgt í meðferð.

Bláa Lónið - lækningalind
240 Grindavík
Sími: 420-8952
Netfang: health@bluelagoon.is