Leiðandi
ferðaþjónustufyrirtæki

Bláa Lónið er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og hefur það meginmarkmið að leiða uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu á Íslandi.

Saga Bláa Lónsins

Sögu Bláa Lónsins má rekja aftur til ársins 1976 þegar lón myndaðist í Svartsengi út frá starfssemi Hitaveitu Suðurnesja. Fólk prófaði að baða sig í lóninu og í ljós kom að jarðsjórinn hefur jákvæð áhrif á húðina, ekki síst fyrir þá sem þjást af psoriasis húðsjúkdómnum. Bláa Lónið hf. var stofnað árið 1992 og hefur frá þeim tíma unnið markvisst að því að skapa verðmæti úr hinni náttúrulegu auðlind sem jarðsjórinn er, svo sem með uppbyggingu heilsu- og lækningalindar og þróun húðvara.

Rannsóknir & Þróun

Rannsóknir og þróun hafa ávallt verið eitt af hornsteinum Bláa Lónsins. Á þróunarsetri Bláa Lónsins er unnið markvisst við að einangra virku og náttúrulegu efni jarðsjávarins til notkunar í ýmsum rannsóknun og þróun snyrtivara.

Lesa Meira
There are no words or photos to capture the unique beauty of this experience. Absolutely must not miss.
- Frá ferðasíðunni Trip Advisor
Lesa ummæli á TripAdvisor