Rannsóknir & Þróun


Bláa Lónið starfrækir rannsóknar og þróunardeild. Rannsóknar og þróunardeild Bláa Lónsins einangrar verðmæt efni úr Bláa Lóninu til notkunar í m.a. snyrtivörum og einnig til rannsókna

Uppruni sjávarins

Blue Lagoon jarðsjórinn finnst á allt að 2000 metra dýpi. Hárfínt samspil náttúru og nútímatækni veitir okkur aðgang að þessum einstaka vökva. Hitaveita Suðurnesja borar fyrir jarðsjónum sem er nýttur til að hita ferksvatn sem notað er til húshitunar og til að framleiða rafmagn.

Jarðsjórinn er leiddur í lögn að Bláa Lóninu og að lóni heilsulindar þar sem gestir njóta einstakra eiginleika hans. Bláa Lónið inniheldur 6 milljónir lítra af Blue Lagoon jarðsjó sem endurnýjar sig á 40 klukkustunda fresti.

Einstakt vistkerfi Blue Lagoon jarðsjávarins hreinsar sig sjálft og reglulegar sýnatökur leiða Í ljós að algengar bakteríur þrífast ekki í lóninu. Hreinsiefni eins og klór eru því ekki nauðsynleg til að halda lóninu hreinu.

Einstök virk hráefni lónsins: steinefni, kísill og þörungur eru þekkt fyrir góð áhrif á psoriasis og ýmsa húðsjúkdóma. Einstakan bláan lit jarðsjávarins má rekja til þessara virku hráefna.

Vistkerfi

Vistkerfi Bláa Lónsins er dæmi um einstakt samspil náttúru og tækni.

Háhitasvæðin á Íslandi liggja í gliðnunarbelti Ameríku og Evrópu-Asíu flekanna og tengjast virku eldfjallabelti landsins. Hér á Reykjanesi kemst kaldur vökvi, sem er blanda af sjó og grunnvatni í snertingu við heitt innskotsberg á miklu dýpi, vökvinn snögghitnar og stígur upp í átt að yfirborði jarðar. Á u.þ.b. kílómetra dýpi er hitastig vökvans um eða yfir 200°C.

Úrkoma sem fellur á Reykjanesskagann seytlar í gegnum gljúpt hraunið og myndar í því ferskvatnslag með afrennsli til sjávar. Við ströndina mætir þetta grunnvatn söltum sjónum.

Hitaveita Suðurnesja hf borar eftir jarðhitavökva hér á svæðinu. Borholurnar eru allt að 2000 metra djúpar og vökvinn allt að 243°C. Varmi hins endurnýjanlega jarðhitavökva er nýttur á samofinn hátt til þess að framleiða hitaveituvatn af drykkjarvatnsgæðum og rafmagn. Þetta óvenjulega og vistvæna orkuver sem er hið eina sinnar tegundar í heiminum, sér 17.000 íbúum á Suðurnesjum fyrir heitu vatni og um 45.000 manns fyrir rafmagni.

Jarðsjór Bláa Lónsins er tekinn beint úr borholum og leiddur í lögn að heilsulindinni þar sem gestir njóta þess að slaka á í hlýju lóninu meðan virkefni þess: sölt, kísill og þörungar dekra við líkama og sál.

Blue Lagoon húðverndarvörurnar eru byggðar á virkum efnum heilsulindarinnar og gera fólki kleift að njóta hluta þessa einstaka vistkerfis hvar og hvenær sem er.

Eco Cycle