Samfélagsþróun

Bláa Lónið er virkur þátttakandi í ýmsum verkefnum sem koma að ólíkum þáttum samfélagsins. Bláa Lónið byggir starfsemi sína á auðlindum náttúrunnar og hefur fyrirtækið frá upphafi lagt mikla áherslu á umhverfisvitund og náttúruvernd. Þá er Bláa Lónið traustur bakhjarl íþrótta- og æskulýðsstarfs á Suðurnesjum.

Bláa Lónið hefur m.a. styrkt eftirfarandi samtök og stofnanir á undanförnum árum:

  • Íþróttasamband fatlaðra - Bláa Lónið og ÍF hafa gert með sér samstarfssamning sem gildir fram yfir ÓL í Ríó árið 2016.
  • Íþrótta- og æskulýðsstarf á Suðurnesjum – Bláa Lónið styður við 30 íþróttagreinar á Suðurnesjum.
  • Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur – Bláa Lónið styður við verkefni sem tengjast menningarlæsi.
  • Sögueyjan Ísland – Bláa Lónið var einn af styrktaraðilum af heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt.
  • Blái herinn – Bláa Lónið hefur um árabil stutt Bláa herinn til góðra verka, en tilgangur verkefnisins er m.a. hreinsun strandlengjunnar á Reykjanesi.

 

Vottun Vakans

Bláa Lónið er með vottuð gæðaviðmið Vakans fyrir ferðaþjónustu og veitingastaði síðan 2015. Fyrirtækið hefur verið tekið út af óháðum aðila og staðist þær gæðakröfur sem settar eru fram í eftirfarandi gæðaviðmiðum.

> Lesa meira um Vakann

 

 

Bláfáninn

Bláa Lónið hefur flaggað Bláfánanum árlega frá árinu 2003. Fyrstu árin blakti fáninn við húni á sumrin en á síðasta ári sótti Bláa Lónið um að fá að flagga fánanum allt árið um kring og gekk það eftir. Þann 9. júní 2010 var fáninn dreginn að húni við hátíðlega athöfn í Bláa Lóninu og mun verða flaggað allt árið hér eftir.

Bláfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis hafna og baðstranda. Bláfánann hljóta þeir einir sem leggja sig fram um að bæta gæði og þjónustu stranda og smábátahafna og stuðla að verndun umhverfis. Bláfáninn er tákn um að umhverfismál, öryggismál og umhverfisfræðslumál eru í hávegum höfð hjá handhöfum fánans" (tekið af heimasíðu Landverndar).

Vatnsgæði Bláa Lónsins er mælt reglulega og borið saman við staðla Bláfánans. Smelltu hér til að sjá yfirlit mælinga.

Um 30 lönd eiga aðild að Bláfánanum. Samtökin Landvernd annast úthlutun og eftirlit með Bláfánanum á Íslandi og skipuleggja alla framkvæmd þar að lútandi í samstarfi við Fiskifélag Íslands, Félag Umhverfis- og Heilbrigðisfulltrúa, Hafnasambandið, Umhverfisstofnun og Samtök ferðaþjónustunar.

Hægt er að lesa meira um Bláfánann á heimasíðu Landsverndar.

Öryggi og þjónusta

Bláa Lónið er með virka áætlun um viðbrögð við slysum. Öllum starfsmönnum er kynnt þessi áætlun og hljóta þeir þjálfun um rétt viðbrögð. Verðir fylgjast ætíð með baðsvæðinu og eru björgunartæki ávallt til taks. Bláa Lónið og önnur félög og fyrirtæki í nágrenninu hafa einnig bundið höndum saman og komið upp áætlun sem ætluð er til að bregðast við hugsanlegum mengunarslysum.