Einstök matarupplifun

Bláa Lónið býður einstaka matarupplifun, þar sem íslenskt umhverfi og fyrsta flokks hráefni haldast í hendur.

Ástríða
í eldhúsinu

Boðið er upp á úrval rétta í Bláa Lóninu frá morgni til kvölds – alla daga vikunnar. Allir réttir eru matreiddir frá grunni á staðnum, ferskir og frábærir, og fjölbreytnin er í fyrirrúmi. Í eldhúsi Bláa Lónsins er samankomið einvala lið matreiðslumanna með ástríðu gagnvart mat og matargerð.

Lesa Meira

Framreiðsla í íslensku umhverfi

Íslensk náttúra fær að njóta sín til fullnustu í veitingasal LAVA. Staðurinn er byggður við náttúrulegan hraunvegg og útsýnið yfir Bláa Lónið er stórkostlegt.

Lesa Meira