Lagoon Bar


Lagoon Bar er staðsettur inn af baðstaðnum og aðeins aðgengilegur baðgestum. Þar eru afgreiddar léttar veitingar og drykkir – með áherslu á hið kalda og ferska, t.d. nýkreista ávaxtasafa, ís og boost. Allar vörur eru skráðar á aðgangsarmbandið sem er gert upp við brottför.

Lagoon Bar þjónar baðgestum innan- og utandyra. Á innisvæðinu, þegar komið er úr búningsklefum, er boðið upp á létta hressingu sem hægt er að greiða með aðgangsarmbandinu. Á barnum utandyra má fá ýmsa drykki, nýkreistan ávaxtasafa og boost.